Barcelona 2-1 Villarreal
1-0 Antoine Griezmann
2-0 Arthur
2-1 Santi Cazorla
Barcelona vann mikilvægan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Villarreal.
Staðan var orðin 2-0 eftir 15 mínútur en þeir Antoine Griezmann og Arthur komust á blað.
Santi Cazorla minnkaði muninn fyrir Villarreal undir lok fyrri hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki.
Lionel Messi byrjaði hjá Barcelona en þurfti að fara af velli eftir fyrri hálfleikinn vegna meiðsla.
Messi er nýkominn aftur eftir kálfameiðsli en hann fann til í náranum í kvöld samkvæmt fregnum.