fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Lionel Messi valinn besti leikmaður heims – Rapinoe best kvenna

Victor Pálsson
Mánudaginn 23. september 2019 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur verið valinn besti leikmaður heims af FIFA.

Messi var að vinna þessi verðlaun í sjötta skiptið en hann hefur lengi verið einn ef ekki besti leikmaður heims.

Messi hafði betur í baráttunni gegn Virgil van Dijk hjá Liverpool og Cristiano Ronaldo hjá Juventus.

Messi er 32 ára gamall í dag og hefur allan sinn feril leikið með Barcelona.

Messi var magnaður á síðustu leiktíð en hann skoraði 51 mark í 50 leikjum sem er ótrúlegur árangur.

Megan Rapinoe var þá valin best kvenna en hún var frábær fyrir landslið Bandaríkjanna á HM í sumar er liðið varð heimsmeistari.

Rapinoe er 34 ára gömul og spilar með Reign FC í heimalandinu en er orðuð við Barcelona þessa stundina.

Rapinoe á að baki 158 landsleiki fyrir Bandaríkin og hefur skorað í þeim 50 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið