fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Ágúst Gylfason rekinn frá Blikum

Victor Pálsson
Mánudaginn 23. september 2019 20:13

Ágúst Gylfason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik í Pepsi Max-deild karla hefur ákveðið að reka þjálfara sinn Ágúst Gylfason.

Þetta var staðfest í kvöld en Ágúst mun kveðja Blika eftir lokaleik deildarinnar gegn KR um næstu helgi.

Gengi Blika var ansi gott í sumar en liðið er búið að tryggja sér annað sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina.

Ágúst hefur undanfarin tvö tímabil þjálfað Blika en félagið vill nú breyta til.

Tilkynning Breiðabliks:

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi milli Ágústar Gylfasonar og knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Ágúst mun láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla að loknum leik Breiðabliks og KR þann 28. september n.k. þegar núverandi keppnistímabili lýkur.

Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ágústi kærlega fyrir hans frábæru störf sem þjálfari síðustu tvö ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið