Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, var ekki hrifinn af liðinu í dag gegn West Ham.
United lenti í vandræðum á London Stadium og tapaði 2-0 fyrir West Ham í sjöttu umferð.
Mourinho segir að United hafi alls ekki verið sannfærandi og ekki betri en þeir voru undir hans stjórn í fyrra.
,,Nei ég sé ekkert jákvætt við þetta. Við vorum slæmir á síðustu leiktíð og ég sé enga bætingu,“ sagði Mourinho.
,,Jafnvel þó að þrír nýir leikmenn séu komnir inn. Mér líkar við þessa þrjá og þeir bæta liðið.“
,,Sem lið þá er ég ekki hrifinn af þeim. Þessi úrslit komu mér ekki á óvart og ég held að Ole geti ekki tekið neitt jákvætt heim.“