fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Liverpool vann á Stamford Bridge – Magnaður sigur Arsenal

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. september 2019 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann góðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Chelsea í sjöttu umferð.

Leikið var á Stamford Bridge í London en það voru þeir rauðu sem höfðu betur, 2-1.

Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir snemma leiks og bætti Roberto Firmino við öðru með skalla áður en fyrri hálfleik lauk.

N’Golo Kante minnkaði svo muninn fyrir Chelsea í seinni hálfleik með flottu marki en það dugði ekki til og lokastaðan, 2-1.

Arsenal vann þá magnaðan sigur á Aston Villa en liðin áttust við á heimavelli Arsenal í London.

Villa komst yfir í fyrri hálfleik áður en Ainsley Maitland-Niles var rekinn af velli með tvö gul spjöld í fyrri hálfleik.

Nicolas Pepe jafnaði metin fyrir Arsenal í þeim síðari úr vítaspyrnu áður en Wesley kom Villa aftur yfir.

Undir lokin skoruðu svo bæði þeir Callum Chambers og Pierre-Emerick Aubameyang fyrir Arsenal sem vann 3-2 sigur með tíu menn.

Chelsea 1-2 Liverpool
0-1 Trent Alexander-Arnold(14′)
0-2 Roberto Firmino(30′)
1-2 N’Golo Kante(71′)

Arsenal 3-2 Aston Villa
0-1 John McGinn(20′)
1-1 Nicolas Pepe(víti, 59′)
1-2 Wesley(60′)
2-2 Callum Chambers(81′)
3-2 Pierre-Emerick Aubameyang(84′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mourinho hélt að hann fengi annað starf

Mourinho hélt að hann fengi annað starf
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola