fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Óskar svarar eftir magnaðan árangur: ,,Ég bara veit það ekki“

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. september 2019 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, var að vonum kátur í kvöld eftir sigur liðsins á Haukum, 4-0.

Grótta er búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir næsta tímabil sem er algjörlega magnaður árangur.

,,Ég væri að ljúga að þér ef ég myndi segja að ég hefði búist við því að vera í þessari stöðu þegar síðasti leikurinn væri að renna sitt skeið á enda,“ sagði Óskar.

,,Ég á ekkert annað orð yfir þetta en það er meiriháttar gaman fyrir þetta lið að vinna þessa deild. Við vorum í öðru sæti í fyrra og unnum Inkasso núna.“

,,Ég á ekki lýsingarorðin yfir hversu stoltur ég er af þessu liði mínu og öllum þeim sem starfa í kringum þetta.“

,,Auðvitað er gaman að sjá eitthvað heppnast. Þegar þú leggur af stað með hugmyndir og sjá þær ganga upp, það er gríðarlega dýrmætt.“

,,Ég veit ekkert hvað bíður þessa liðs í Pepsi-deildinni. Ég átta mig ekki á því fyrr en maður stendur í skýlinu á móti Rúnari Kristinssyni, Heimi Guðjónssyni eða Ólafi Kristjánssyni.“

Verður Óskar áfram með Gróttu á næstu tímabili?

,,Við höfum ekkert rætt það. Það var ákveðið að klára þetta verkefni hvernig sem það myndi enda og svo setjast menn niður og fara yfir málin og hvað væri best að gera í stöðunni. Ég bara veit það ekki, ég get ekki sagt til um það,“ sagði Óskar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Í gær

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina