fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“

433
Miðvikudaginn 18. september 2019 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Einarsson féll frá 16.september eftir harða en skammvinna baráttu við alvarleg veikindi. Grétar er goðsögn hjá Víði Garði. Hann hóf ferilinn með Víði og var hluti af gullaldarliði Víðis sem spilaði í efstu deild árin 1985-1987 og 1991 og fór alla leið í bikarúrslit árið 1987.

Víðsmenn minnast hann á Facebook í dag en Grétar var elskaður í félaginu. ,,Grétar er leikjahæsti leikmaður Víðis í efstu deild (ásamt Vilbergi Þorvaldssyni) með 71 leik og hefur jafnframt skorað flest mörk fyrir Víði í efstu deild, 18 talsins. Á ferli sínum lék Grétar alls 323 leiki og skoraði 159 mörk fyrir Víði. Grétar lék einnig með Keflavík, FH og Grindavík og spilaði 3 A-landsleiki,“ segir á Facebook síðu Víðis.

Eftir að Grétar hætti að spila með meistaraflokki var hann aðstoðarþjálfari hjá liðinu og sat í stjórn félagsins í fjölda ára, bæði aðalstjórn og unglingaráði. Skórnir voru samt alls ekkert komnir á hilluna því Grétar spilaði með Old Boys liði Keflavíkur/Víðis og vann nokkra Íslandsmeistaratitla með þeim.

Grétar Einarsson var frábær liðsmaður sem allir vildu hafa í sínu liði. Hann hafði mikið keppnisskap og sigurvilja og var mikill markaskorari. Það var líka alltaf stutt í grínið hjá Grétari og það var gaman að vera í kringum hann.

,,Knattspyrnufélagið Víðir Garði vottar fjölskyldu og vinum Grétars sínar dýpstu samúðarkveðjur,“
segir á Facebook síðu Víðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“