fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Hrunið í Laugardalnum ævintýralegt: Slæmur mórall í allt sumar – „Þórhallur hefur ekkert erindi í þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2019 14:04

Þórhallur (t.v)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Hvað er að gerast með Þrótt?,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Dr. Football um ástandið í Laugardalnum. Þetta stóra félag er á barmi þess að falla niður í 2. deild karla.

Þróttur situr í fallsæti næst efstu deildar þegar ein umferð er eftir, tapi liðið fyrir Aftureldingu í síðasta leik er þetta stór félag fallið. Þróttur hefur tapað sex leikjum í röð, ,,Þróttur er í einhverju ævintýralegasta rugli sem ég hef séð. Ég sé ekki annað en að Afturelding vinni Þrótt,“ sagði Mikael Nikulásson, um ástandið í Laugardalnum.

Kötturinn, Hrafnkell Freyr Ágústsson fór að hlera menn í Laugardalnum. ,,Ég fór á stúfana, böggaði nokkra Þróttara sem ég þekki. Spyrja hver fjandinn væri í gangi, ég horfi á liðið. Þetta er fínt lið, ég spurði hvað væri í gangi. Mórall frá fyrstu umferð verið í fokki, sögðu þeir.“

Þá fór Hrafnkell að tala um þegar Þórhallur Siggeirsson, þjálfari Þróttar vildi losna við Gunnar Gunnarsson. Hann neitaði að spila honum og vildi hann ekki á æfingar í upphafi móts, Gunnar fór á endanum. ,,Þetta mál með Gunna Gunn, fór mjög illa í mannskapinn. Hann var stór persónuleiki í hópnum, það fór ekki vel í menn. Ég held að þetta sé grunnurinn að vandamálinu.“

Mikael var ekki sammála Kela um gæði Þróttar og efast um Þórhall þjálfara, sem er í sínu fyrsta starfi í meistaraflokki. Það hefur ekki gengið vel. ,,Ég held að leikmennirnir séu ekki nógu góðir, ef þeir væru svona rosalega góðir. Þá væru þeir ekki í þessari stöðu.“

,,Ég þekki þennan gæa ekki neitt, af hverju er hann svona frábær þjálfari?,“ sagði Mikael og fékk þau svör frá Kettinum og Hjörvari að Þórhallur hefði verið farsæll þjálfar í yngri flokkum.

Mikael svaraði. ,,Í yngri flokkum? Mér er alveg sama um það, við erum að tala um meistaraflokk Þróttar. Það sem hann hefur sýnt mér, þá er hann langt í frá frábær þjálfari. Hann hefur ekkert erindi í þetta. Þeir geta haldið sér uppi, en ég held að Afturelding vinni.“

,,Þetta er ævintýralegt þetta Þróttara dæmi.“

Umræðuna má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“