fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hrunið í Laugardalnum ævintýralegt: Slæmur mórall í allt sumar – „Þórhallur hefur ekkert erindi í þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2019 14:04

Þórhallur (t.v)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Hvað er að gerast með Þrótt?,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Dr. Football um ástandið í Laugardalnum. Þetta stóra félag er á barmi þess að falla niður í 2. deild karla.

Þróttur situr í fallsæti næst efstu deildar þegar ein umferð er eftir, tapi liðið fyrir Aftureldingu í síðasta leik er þetta stór félag fallið. Þróttur hefur tapað sex leikjum í röð, ,,Þróttur er í einhverju ævintýralegasta rugli sem ég hef séð. Ég sé ekki annað en að Afturelding vinni Þrótt,“ sagði Mikael Nikulásson, um ástandið í Laugardalnum.

Kötturinn, Hrafnkell Freyr Ágústsson fór að hlera menn í Laugardalnum. ,,Ég fór á stúfana, böggaði nokkra Þróttara sem ég þekki. Spyrja hver fjandinn væri í gangi, ég horfi á liðið. Þetta er fínt lið, ég spurði hvað væri í gangi. Mórall frá fyrstu umferð verið í fokki, sögðu þeir.“

Þá fór Hrafnkell að tala um þegar Þórhallur Siggeirsson, þjálfari Þróttar vildi losna við Gunnar Gunnarsson. Hann neitaði að spila honum og vildi hann ekki á æfingar í upphafi móts, Gunnar fór á endanum. ,,Þetta mál með Gunna Gunn, fór mjög illa í mannskapinn. Hann var stór persónuleiki í hópnum, það fór ekki vel í menn. Ég held að þetta sé grunnurinn að vandamálinu.“

Mikael var ekki sammála Kela um gæði Þróttar og efast um Þórhall þjálfara, sem er í sínu fyrsta starfi í meistaraflokki. Það hefur ekki gengið vel. ,,Ég held að leikmennirnir séu ekki nógu góðir, ef þeir væru svona rosalega góðir. Þá væru þeir ekki í þessari stöðu.“

,,Ég þekki þennan gæa ekki neitt, af hverju er hann svona frábær þjálfari?,“ sagði Mikael og fékk þau svör frá Kettinum og Hjörvari að Þórhallur hefði verið farsæll þjálfar í yngri flokkum.

Mikael svaraði. ,,Í yngri flokkum? Mér er alveg sama um það, við erum að tala um meistaraflokk Þróttar. Það sem hann hefur sýnt mér, þá er hann langt í frá frábær þjálfari. Hann hefur ekkert erindi í þetta. Þeir geta haldið sér uppi, en ég held að Afturelding vinni.“

,,Þetta er ævintýralegt þetta Þróttara dæmi.“

Umræðuna má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Efnilegur leikmaður frá FH í Val

Efnilegur leikmaður frá FH í Val
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Theodór Elmar hættur hjá KR

Theodór Elmar hættur hjá KR
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Í gær

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu