fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Plús og mínus úr úrslitaleiknum: ,,Hann var hauslaus allan leikinn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. september 2019 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík er bikarmeistari árið 2019 en liðið lék við FH í úrslitaleiknum í kvöld.

Það var boðið upp á stemningu á Laugardalsvelli í kvöld en yfir 4000 þúsund manns létu sjá sig.

Það var aðeins eitt mark skorað í viðureigninni en það gerði Óttar Magnús Karlsson fyrir Víkinga.

Óttar skoraði mark sitt af vítapunktinum en dæmd var hendi á Þórð Þorstein Þórðarson.

Tveimur mínútum eftir mark Óttars fékk svo Pétur Viðarsson rautt spjald hjá FH eftir viðskipti við Guðmund Andra Tryggvason. Sá dómur er umdeildur.

Fleiri mörk voru þó ekki skoruð í leiknum og fagna Víkingar sigri í bikarnum þetta árið og eru á leið í Evrópukeppni.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Frammistaða Víkings var frábær í leiknum, liðið yfirspilaði FH nánast allan fyrri hálfleikinn. Sigurinn var verðskuldaður.

Sigurvegari dagsins er Arnar Gunnlaugsson, hann þorði að veðja á unga menn, hann þorði að spila sóknarfótbolta og hann uppsker. Titill á fyrsta ári í þessu verkefni sem getur endað með þeim stóra.

Guðmundur Andri Tryggvason var frábær í leiknum, hann er líklega einn erfiðasti andstæðingur sem hægt er að eiga við. Hann fellur hratt til jarðar, rífur kjaft og komst alla leið inn í hausinn á leikmönnum FH.

Víkingar töluðu leikinn upp, stærsti leikur ársins og þeir komu þannig inn í hann. Áfallið að missa Kára Árnason út í vikunni, þjappaði liðinu saman. Magnað afrek hjá Víkingum.

Mínus:

Pétur Guðmundsson dómari og Ívar Orri Kristjánsson, aðstoðardómari áttu ömurlegan dag. Pétur var úti á túni í fyrri hálfleik og Ívar ákvað að reka Pétur Viðarsson leikmann FH, af velli eftir viðskipti við Guðmund Andra.

Brandur Olsen og Björn Daníel Sverrisson sem eiga að bera upp miðsvæði FH og búa til sóknir, gerðu ekkert í leiknum. Brandur var hauslaus allan leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar
433Sport
Í gær

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað