Mallorca 0-0 Athletic Bilbao
Það fór fram rosalegur leikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er Mallorca og Athletic Bilbao áttust við.
Það var hart barist í leik kvöldsing og fengu á meðal annars sjö gul spjöld að fara á loft.
Á 82. mínútu gat Mallorca tekið forystuna en Abdon Prats steig þá á vítapunktinn fyrir heimamenn. Hann skaut hins vegar framhjá.
Á 96. mínútu fékk Athletic svo víti og gat Aritz Aduriz tryggt liðinu sigur. Spyrna hans var hins vegar varin og staðan enn 0-0.
Stuttu seinna vildi Mallorca fá annað víti en VAR sagði nei. Liðið skoraði þá einnig mark sem var dæmt af vegna rangstöðu á 99. mínútu.