David de Gea, markvörður Manchester United, er búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið samkvæmt Record.
De Gea hefur lengi verið í viðræðum við United en hann hefði orðið samningslaus næsta sumar.
Record fullyrðir það að De Gea sé nú búinn að skrifa undir fimm ára samning á Old Trafford.
Einnig er tekið fram að De Gea muni þéna 15 milljónir evra á ári og þar með launahæsti leikmaður félagsins.
Spánverjinn er af mörgum talinn besti markvörður heims en hefur verið í smá lægð undanfarið.