Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins, ætlar að leggja hanskana á hilluna er hans lið þurfa ekki á honum að halda lengur.
Neuer greindi frá þessu í gær en hann er enn mikilvægur hlekkur í liði Bayern Munchen og landsliðsins.
,,Þegar þér líður eins og þú sért ekki nothæfur lengur þá er erfitt að hvetja sig áfram á hverjum degi,“ sagði Neuer sem er 33 ára gamall.
,,Þegar liðið þarf á þinni reynslu að halda og aðrir leikmenn þurfa þig þá heldur það þér gangandi.“
,,Mér líður eins og ég sé enn mikilvægur í landsliðinu og allir eru ánægðir með að ég sé hér.“