Didier Drogba, fyrrum leikmaður Chelsea, fékk símtal frá félaginu í sumar.
Drogba starfar í dag fyrir knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar en Chelsea vildi fá hann í sumar.
Hann ákvað að hafna þjálfarastarfi hjá Chelsea og segir að það henti sér ekki.
,,Chelsea bauð mér tækifæri á að snúa aftur sem þjálfari. Ég hef hins vegar ekki áhuga á því,“ sagði Drogba.
,,Ég er leiðtogi og mín markmið eru stærri en að vera bara þjálfari. Ég vil hafa áhrif á heila landið.“
,,Ég hefði getað verið áfram hjá Chelsea en alvöru áskorunin er hérna.“