Alisson Becker, markvörður Liverpool, er ekki að mæta aftur á völlinn í bráð.
Becker hefur verið meiddur síðustu vikur en hann varð fyrir þeim í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur staðfest það að Alisson sé enn langt frá því að vera klár.
Alisson mun missa af sjö leikjum Liverpool í viðbót og verður ekki klár fyrr en seinni partinn í október.
Adrian mun því halda áfram að verja mark Liverpool í næstu leikjum í deild og Meistaradeild.