Það kemur kannski engum á óvart að Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Íslands í tölvuleiknum FIFA 20.
Það styttist í að tölvuleikurinn verði gefinn út á ný en það gerist í september á hverju ári.
Gylfi er langbesti Íslendingurinn í leiknum en hann fær 83 af 99 mögulegum.
Næst á eftir Gylfa koma þeir Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson sem eru báðir 78.
Fjölmargir Íslendingar eru í leiknum eins og sjá má hér.