fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Á meðan þjóðin hjólaði í Hjört stóð Birkir með honum: „Stolt af hugarfari hans“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið spilaði mikilvægan leik í undankeppni EM í gær en við lékum gegn Albaníu. Ísland byrjaði leikinn afar illa og áttu Albanar fyrri hálfleikinn skuldlaust og leiddu 1-0 í leikhléi.

Snemma í síðari hálfleik jafnaði Gylfi Þór Sigurðsson metin fyrir Ísland eftir varnarmistök heimamanna. Ekki löngu seinna var staðan orðin 2-1 fyrir Albaníu en Elseid Hysaj skoraði stuttu eftir mark Gylfa. Kolbeinn Sigþórsson var þá kynntur til leiks hjá Íslandi og jafnaði metin með sinni fyrstu snertingu – frábær innkoma.

Á 79. mínútu þá skoraði svo Odise Roshi þriðja mark Albana en hann átti skot sem fór í Kára Árnason og þaðan í netið. Sokol Cikalleshi kláraði svo dæmið fyrir heimamenn stuttu seina og lokastaðan, 4-2 fyrir Albönum. Úrslitin því alls ekki góð fyrir Ísland sem er nú þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum í riðlinum.

Hjörtur Hermansson, hægri bakvörður liðsins fékk talsvert að heyra það eftir leik. Hann átti ekki sinn besta dag í bakverðinum en aðrir léku einnig illa.

Birkir Már Sævarsson hafði átt stöðuna í mörg ár en Hjörtur hefur spilað síðustu fjóra leiki. Birkir var ekki einn af þeim sem bölvaði Hirti.

,,Ég veit um einn sem ekki talaði niðrandi um leik Hjartar í kvöld. Sá réttlætti og útskýrði ákvarðanir og staðsetningar, sem landsmenn virtust afar ósáttir við hjá bakverðinum, aftur og aftur fyrir viðmælendum sínum yfir leiknum og eftir hann. Stolt af hugarfari Birkis,“
skrifar eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“

Bróðir Garnacho í hnífabardögum á netinu – „„Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Í gær

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Í gær

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir