Það er útilokar að stórstjarnan Neymar skrifi undir samning við Barcelona í janúarglugganum.
Þetta segir forseti spænska félagsins, Josep Maria Bartomeu en liðið reyndi að krækja í Brassann í sumar.
Það gekk þó ekki að semja við Paris Saint-Germain þar sem Neymar ku vera mjög ósáttur.
,,Neymar getur ekki skrifað undir hjá Barcelona í janúar og búningsklefi Barcelona ræður ekki neinu,“ sagði Bartomeu.
,,Við getum allt mögulegt til að fá Neymar. Við buðum ekki neina ákveðna leikmenn í skiptum.“
,,Við töluðum um að skipta á leikmönnum en öll nöfnin voru nefnd af PSG.“