Lars Lagerback og félagar í norska landsliðinu nældu í gott stig í undankeppni EM í kvöld.
Lagerback og hans menn fóru til Svíþjóðar en þeir heimsótti heimamenn á Friends Arena.
Norðmenn komust yfir í leiknum en Emil Forsberg tryggði Svíum stig í seinni hálfleik í 1-1 jafntefli.
Í sama riðli áttust við Spánn og Færeyjar en þar unnu heimamenn frá Spáni öruggan 4-0 sigur.
Ítalíu tókst að leggja Finnland að velli, 2-1 þar sem vítaspyrnumark Jorginho reyndist dýrmætt.
Grikkland hefur verið í vandræðum í keppninni og gerði 1-1 jafntefli heima við Liechtenstein. Grikkir eru aðeins með fimm stig eftir sex leiki.
Svíþjóð 1-1 Noregur
0-1 Stefan Johansen
1-1 Emil Forsberg
Spánn 4-0 Færeyjar
1-0 Rodrigo
2-0 Rodrigo
3-0 Paco Alcacer
4-0 Paco Alcacer
Finnland 1-2 Ítalía
0-1 Ciro Immobile
1-1 Teemu Pukki(víti)
1-2 Jorginho(víti)
Grikkland 1-1 Liechtenstein
1-0. G. Masouras
1-1 D. Salanovic