Fjölnir er nánast komið upp í Pepsi Max-deild karla eftir leik við Þór í Inkasso-deildinni í kvöld.
Fjölnir vann ótrúlegan 7-1 sigur á Þór eftir að hafa lent undir og er með fjögurra stiga forskot á toppnum.
Þórsarar eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu eftir ótrúleg úrslit Gróttu síðar í kvöld. Þór er fjórum stigum frá öðru sætinu þegar tvær umferðir eru eftir.
Það bjuggust flestir við þægilegum heimasigri Gróttu á Vivaldivellinum gegn Aftureldingu.
Afturelding slátraði heimamönnum þó á Seltjarnarnesi og höfðu að lokum betur með fimm mörkum gegn engu.
Magni vann þá gríðarlega góðan og mikilvægan sigur gegn Víkingi Ólafsvík, 2-1. Magni er enn í fallsæti en aðeins með verri markatölu en Haukar sem eru í öruggu sæti.
Þór 1-7 Fjölnir
1-0 Alvaro Montejo
1-1 Rasmus Christiansen
1-2 Orri Þórhallsson
1-3 Jóhann Árni Gunnarsson
1-4 Albert Brynjar Ingason
1-5 Orri Þórhallsson
1-6 Kristófer Óskar Óskarsson
1-7 Kristófer Óskar Óskarsson
Grótta 0-5 Afturelding
0-1 Andri Freyr Jónasson(víti)
0-2 Andri Freyr Jónasson
0-3 Andri Freyr Jónasson
0-4 Arnór Gauti Jónsson
0-5 Jason Daði Svanþórsson
Víkingur Ó. 1-2 Magni
0-1 Louis Wardle
1-1 Harley Willard(víti)
1-2 Gunnar Örvar Stefánsson