Kórdrengir eru komnir upp í 2.deild karla en liðið hefur aðeins tapað einum leik í allt sumar í 3.deildinni.
Kórdrengir fögnuðu því að vera komnir upp með öruggum sigri í dag er liðið mætti Skallagrím.
Kórdrengirnir unnu 5-0 heimasigur á Skallagrím en það síðarnefnda er fallið í 4.deildina.
Augnablik vann gríðarlega mikilvægan sigur á Reyni Sandgerði á sama tíma en liðið er í fallbaráttu.
Augnablik vann 3-1 sigur á útivelli og er nú aðeins einu stigi frá KH sem er í öruggu sæti.
Kórdrengir 5-0 Skallagrímur
Reynir S. 1-3 Augnablik
1-0 Hörður Sveinsson
1-1 Breki Barkarson
1-2 Breki Barkarson
1-3 Hrannar Bogi Jónsson