fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Hannes: Ingó Veðurguð hlýtur að hafa beðið um þetta

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2019 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson varði mark Íslands í kvöld sem lék við Moldóva í undankeppni EM á Laugardalsvelli.

Íslenska liðið vann frábæran 3-0 heimasigur í ágætis veðri á Laugardalsvelli.

,,Það er alltaf jafn gaman að vinna leiki með landsliðinu, spila á heimavelli, skora þrjú mörk og halda hreinu,“ sagði Hannes.

,,Eftir fyrsta markið þá var þetta aldrei spurning. Þeir ógnuðu okkur aldrei og þetta var virkilega solid.“

,,Í byrjun áttu þeir 3-4 hornspyrnur og voru ákveðnir en eftir að við náum tökum á leiknum komast þeir aldrei nálægt markinu fyrr en síðustu 10 mínúturnar þá gerðu þeir sig aðeins líklega.“

,,Hann [Ingó Veðurguð] hlýtur að hafa beðið um þetta. Við skulum gefa honum credit fyrir þetta,“ bætti Hannes við spurður út í veðrið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins