fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433

Grátleg úrslit fyrir Ísland í Tyrklandi – Frakkar unnu örugglega

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2019 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Íslendingar fengum næstum því draumaúrslit í kvöld er Tyrkland og Andorra áttust við í undankeppni EM.

Tyrkland er að berjast við Ísland um annað sæti riðilsins og fékk Andorra í heimsókn í kvöld.

Tyrklandi tókst að vinna 1-0 sigur og lyfti sér upp í annað sæti riðilsins með betri markatölu en Ísland.

Sigurmark Tyrkja kom ekki fyrr en á 89. mínútu leiksins og úrslitin því gríðarlega svekkjandi fyrir okkur.

Frakkland var í engum vandræðum með Albaníu á sama tíma en liðin áttust við í Frakklandi.

Kingsley Coman gerði tvö mörk fyrir Frakka í 4-1 sigri en þeir Olivier Giroud og Jonathan Ikone komust einnig á blað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins