fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433

Gracia rekinn frá Watford – Sanchez Flores mættur aftur

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2019 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Watford á Englandi hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Javi Gracia en þetta var staðfest í kvöld.

Gracia hefur stýrt Watford undanfarið ár og gekk liðinu nokkuð vel undir hans stjórn á síðustu leiktíð.

Byrjunin á þessari leiktíð hefur þó verið erfið og ákvað stjórn Watford að reka Spánverjann.

Það sem er merkilegast er að Quque Sanchez Flores hefur verið ráðinn stjóri liðsins á nýjan leik.

Sanchez Flores tók við Watford árið 2015 en entist aðeins eitt tímabil hjá félaginu og var svo rekinn.

Hann fær nú annað tækifæri til að sanna sig á Vicarage Road.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins