Samuel Eto’o, fyrrum leikmaður Barcelona, er hættur í knattspyrnu en hann staðfesti þetta í dag.
Eto’o birti færslu á Instagram síðu sína þar sem hann greinir frá því að sigursælum ferli sé lokið.
Eto’o er 38 ára gamall í dag en hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks fyrir 22 árum síðan.
Kamerúninn gerði garðinn frægan með Barcelona og Inter og skoraði yfir 350 mörk á ferlinum.
Eto’o spilaði síðast í Katar en hann reyndi einnig fyrir sér á Englandi með Chelsea og Everton.