Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, veit ekki hvort að hann eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Mkhitaryan var lánaður til AS Roma á lokadegi félagaskiptagluggans og mun spila þar út tímabilið.
Armeninn stóðst ekki væntingar á Emirates eftir að hafa komið frá Manchester United í fyrra.
,,Við skulum sjá hvað ég get gert hjá Roma og í lok tímabils ræðum við hvort ég geti verið áfram eða ekki. Ég veit það ekki,“ sagði Mkhitaryan.
,,Eins og staðan er þá get ég ekki talað um framtíðina, bara næstu leikina sem eru á dagskrá.“