Íslenska U21 landsliðið var ekki í miklum erfiðleikum í kvöld gegn Lúxemborg í undankeppni EM.
Strákarnir voru að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppninni og fögnuðu að lokum sannfærandi 3-0 sigri.
Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni skoraði Sveinn Aron Guðjohnsen úr víti.
Þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson bættu sv ovið tveimur mörkum og lokastaðan 3-0 fyrir strákunum.
Jón Dagur gerði fallegasta mark leiksins en það má sjá hér fyrir neðan.
Boooom Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) & Iceland U21 lead 2-0 ⚽️??? #TeamTotalFootball pic.twitter.com/t0wTdfYMnM
— Total Football (@totalfl) 6 September 2019