David de Gea hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Manchester United.
De Gea verður samningslaus á næsta ári en hann hefur margoft verið orðaður við brottför síðustu mánuði og jafnvel ár.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, var spurður út í stöðu De Gea í gær og hvort hann væri að skrifa undir.
Norðmaðurinn er bjartsýnn á að De Gea muni framlengja en viðræðurnar hafa verið í gangi í allt sumar.
,,David hefur verið í viðræðum í allt sumar og við vonum að þetta muni allt leysast,“ sagði Solskjær.
,,Ég er auðvitað bjartsýnn. Ég hef margoft sagt hversu heppinn og ánægður með að eiga hann sem markvörð.“