Leiknir Reykjavík á enn góðan möguleika á að komast upp í Pepsi Max-deild karla á ný.
Leiknismenn spiluðu leik við Keflavík í 20. umferð sumarsins í kvöld og unnu dramatískan 1-0 sigur.
Sólon Breki Leifsson tryggði Leikni sigur í uppbótartíma og er liðið nú einu stigi á eftir Gróttu sem er í öðru sæti.
Síðat í kvöld áttust við Haukar og Njarðvík og þar unnu Haukar sannfærandi 4-0 heimasigur.
Haukar eru nú þremur stigum frá fallsæti en Njarðvík er á botninum, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Leiknir R. 1-0 Keflavík
1-0 Sólon Breki Leifsson
Haukar 4-0 Njarðvík
1-0 Kristófer Dan Þórðarson
2-0 Kristófer Dan Þórðarson
3-0 Sean De Silva
4-0 Kristófer Dan Þórðarson