Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United er ekki hræddur við að tala og taka menn af lífi.
Myndband af Keane að ræða málin með Gary Neville í gær hefur vakið gríðarlega athygli.
Keane tekur nokkra leikmenn írska landsliðsins og hakkar þá í sig. Þá sérstaklega Jonathan Walters, en Keane var aðstoðarþjálfari Írlands.
Umræða frá Stephen Ward nú varnarmanni Stoke lak á netið þar sem hann sagði sögur af Keane, framkomu hans við leikmenn.
,,Jonathan Walters, er góður að tala. Hann hafði varla sparkað í bolta í 2-3 ár, hann er góður að tala. Ímyndið ykkur ef hann hefði átt ágætis feril,“ sagði Keane.
,,Harry Arter fór á láni til Cardiff og féll, Wardy fór til Stoke og kemst ekki í liðið. Þeir voru neðstir í næst efstu deild. Kannski hafði ég rétt fyrir mér.“
Þessa mögnuðu ræðu Keane má sjá hér að neðan.