Gustavo Matosas hefur ákveðið að segja af sér sem landsliðsþjálfari Kosta Ríku en hann tók við í lok síðasta árs.
Matosas var að taka við landsliði í fyrsta sinn en hann fékk strax nóg og ákvað að segja af sér eftir um tíu mánuði.
,,Ég vissi ekki það væri svona hundleiðinlegt að starfa sem landsliðsþjálfari,“ sagði Matosas.
,,Það er erfitt að vinna með landsliði þar sem þú starfar ekki með leikmönnunum daglega. Mér líður ekki eins og ég sé að gera mitt. Stundum er eins og ég sé í fríi.“
,,Ég fæ leikmennina í tvær vikur á tveggja mánaða fresti. Ég bjóst ekki við að þetta yrði svona erfitt.“