Það er bara einn leikmaður sem kemur til greina hjá Paris Saint-Germain til að fá í skiptum fyrir Neymar, leikmann liðsins.
Neymar er orðaður við sitt fyrrum félag Barcelona þessa stundina en hann myndi kosta 200 milljónir punda.
PSG borgaði þá upphæð fyrir Neymar árið 2017 og hefur engan áhuga á að selja hann fyrir minna verð.
Barcelona var talið hafa boðið PSG að fá annað hvort Philippe Coutinho eða Ousmane Dembele í skiptum fyrir Neymar.
Spænska liðið myndi einnig borga háa upphæð á móti en PSG vill ekkert með þessa tvo leikmenn hafa.
Samkvæmt fregnum dagsins skoðar liðið þó einn möguleika og það er að fá miðjumanninn Ivan Rakitic í skiptum.
Rakitic hefur verið orðaður við franska liðið fyrr í sumar en skiptin þyrftu að eiga sér stað á næsta ári.