fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Kolbeinn um lífið hjá stórveldinu: „Kann mjög vel við mig í Þýskalandi“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. september 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti talsverða athygli þegar Kolbeinn Birgir Finnsson gekk í raðir Borussia Dortmund frá Brentford á dögunum, Kolbeinn fór beint í varaliðið hjá þessum risaklúbbi. ,,Mér líkar mjög vel, allt lítur mjög vel út. Ég er búinn að spila tvo leiki síðan ég kom, það hefur gengið mjög vel,“ sagði Kolbeinn þegar við ræddum við hann í dag.

Kolbein er tvítugur en er að leika fyrir sitt þriðja félag erlendis. Hann byrjaðir hjá Groningen í Hollandi og síðan fór hann til Englands.  ,,Ég kann mjög vel við mig í Þýskalandi, þetta er ekki ósvipað því að vera í Hollandi sem ég þekki vel.  Mér leið vel þar, ég held að það verði ekkert mál að komast inn í hlutina.“

,,Ég myndi að segja þetta væri skref upp á við fyrir mig, þetta eru rosalega góðir leikmenn, allir saman. Það er gaman að spila með góðum leikmönnum, þessi deild er eins og hún er. Það eru misjöfn lið, það geta verið stórir klúbbar. Ég er ánægður með styrkleikann þarna.“

,,Það kom á óvart þegar þetta skref til Dortmund var í boði, ég hafði heyrt af áhuga en var ekki að búast við að þetta myndi ganga í gegn. Þetta er gott skref.

Varalið Dortmund leikur í neðri deildum þar í landi en skrefið upp í aðalliðið er markmið Kolbeins.  ,,Það er fylgst með öllu, þetta er stórt lið. Þetta er ekki eins og í Brentford, þar sem var meiri samvinna milli aðalliðs og varaliðs. Það er hins vegar fylgst með okkur, það eru gefnir sénsar. Markmiðið núna er að fá að æfa þeim og reyna að sanna mig fyrir þjálfara aðalliðsins, maður stefnir þangað þegar maður er kominn til félagsins.“

Kolbeinn segir að ein af stærri ástæðum fyrir skiptum sínum, sé að opna næsta skref. Félög horfa til leikmanna Dortmund. ,,Það var ein stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég fór, þetta er mjög gott svið til að sanna sig. Sanna sig fyrir stærri liðum í meginlandinu, Þýskalandi, Hollandi eða Belgíu. Þar vil ég spila í framtíðinni.“

Kolbeinn er mættur heim til að leika með U21 árs landsliðinu í undankeppni EM,  Liðið mætir Luxemborg á morgun og Armeníu á mánudag. Báðir leikir eru í Víkinni. ,,Spennandi riðill, við ætlum okkur að vinna þessa tvo leiki og ekkert bull. Við erum með nógu sterkt lið til að komast í lokakeppni, við erum með fjölbreytta einstaklinga.“

Um er að ræða fyrstu keppnisleik liðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, Kolbeinn er hrifinn af hans hugmyndum. ,,Þetta er öðruvísi, skemmtilegar hugmyndir. Það eru pælingar á bak við allt, við gerum ekki bara eitthvað. Það er klár hugmyndafræði um það hvernig við eigum að spila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag