Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF, er spenntur fyrir komandi verkefni í undankeppni EM U21 liða.
U21 liðið æfir á fullu þessa dagana og heyrðum við í Jóni sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni.
Jón byrjaði á að ræða félagslið sitt en það var smá ströggl í byrjun hjá AGF á leiktíðinni.
,,Bara mjög vel, þetta er flottur klúbbur og mér líst vel á hlutina,“ sagði Jón Dagur.
,,Við byrjuðum illa, við vorum ekki að spila það illa en vorum ekki að ná úrslitum. Svo núna erum við komnir með þrjá í röð á flottu róli.“
,,Ég byrjaði vel en hef ekki spilað síðustu tvo. Ég er ennþá inní þessu og vonandi fæ ég fleiri mínútur á næstunni.“
,,Við hérna erum með flottan hóp og stefnum á að byrja þetta með krafti og gera eitthvað í þessum riðli.“
,,Við þurfum að byrja af krafti og stefnum á tvo sigra á heimavelli til byrja mótið vel. Við ætlum að reyna að vera inn í þessu í endann.“
,,Ég myndi örugglega fá fleiri mínútur en í hinum hópnum [aðalliðinu], ég er ekki svekktur og einbeiti mér að þessu.“