Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að það hafi ekkert breyst hjá félaginu undanfarið ár.
Unai Emery er stjóri Arsenal þessa stundina en hann tók við af Arsene Wenger á síðasta ári.
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Tottenham um helgina og er Merson byrjaður að missa þolinmæðina.
,,Slagurinn um London var frábært áhorf, alvöru leikur og Arsenal hefði alltaf tekið jafnteflið verandi tveimur mörkum undir,“ sagði Merson.
,,Hefur samt eitthvað breyst hjá Arsenal? Ég held ekki. Þeir fengu hrós fyrir að gefast ekki upp hjá Liverpool en það hefur ekkert breyst.“
,,Það er eins og Unai Wenger sé við stjórnvölin þessa stundina.“