Cesc Fabregas, leikmaður Monaco, fékk ófá tilboð frá stórliði Real Madrid er hann lék með Arsenal.
Fabregas greindi sjálfur frá þessu í gær en hann kom til Arsenal frá Barcelona er hann var aðeins táningur.
Real sýndi Fabregas margoft áhuga en hann yfirgaf Arsenal á endanum fyrir Barcelona og samdi svo síðar við Chelsea.
,,Þeir hringdu í mig oftar en einu sinni eða tvisvar,“ sagði Fabregas í samtali við AS.
,,Fyrst þá var mjög mjög ungur. Ég var 18 ára gamall og þeir buðu mér há laun en mér fannst ég eiga heima hjá Arsenal.“
,,Arsene Wenger var búinn að veðja öllu á mig. Ég gat ekki farið.“