Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, er á leið til spænska stórliðsins Real Madrid.
Frá þessu greinir Jose Carlos Peres, forseti Santos í Brasilíu, en þar hóf Neymar feril sinn sem atvinnumaður.
Barcelona reyndi mikið til að fá Neymar aftur í sumar en hann varð á endanum um kyrrt hjá franska félaginu.
Samkvæmt Peres þá er Neymar á leið til Real og mun ekki semja við sitt fyrrum félag.
,,Við fáum ennþá borgað! Hann mun fara til Real Madrid, fyrst það gerðist ekki núna þá áður en árinu lýkur,“ sagði Peres.
Santos græðir vel ef Neymar færir sig um set og fengi um 6,2 milljónir punda ef hann kostar yfir 200 milljónir.