Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, hefur loksins opnað sig um vandræði hans hjá félaginu.
Real reyndi að losna við Bale í sumar en hann hefur þó byrjað tímabilið af krafti og hefur byrjað alla deildarleikina.
Bale segist ekki vera ánægður í herbúðum liðsins og segir að honum sé kennt um flest allt hjá félaginu.
,,Ég skil það að ég hafi verið meiri sökudólgur en aðrir – ég tek því þó að það sé kannski ekki alveg sanngjarnt,“ sagði Bale.
,,Lok síðasta tímabils var erfitt, það er ekki hægt að neita því. Ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir liðið.“
,,Ég get ekki sagt að ég sé að spila ánægður en ég er að spila. Ég er atvinnumaður og geri alltaf það sem ég get fyrir landslið eða félagslið.“
,,Ég er viss um að það komi upp fleiri vandræði ef ég á að vera hreinskilinn. Þetta er eitthvað sem þið verðið að ræða við Real Madrid um.“