Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, er tilbúinn að taka við landsliði fyrir HM 2022 í Katar.
Wenger greindi frá þessu í gær en hann hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Arsenal í fyrra.
,,Ég get séð sjálfan mig vinna fyrir lið,“ sagði Wenger í samtali vi beIN Sports.
,,Ég fengi nægan tíma og fjarlægð frá síðasta starfinu og ég hef ekkert á móti því.“
,,Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig en í heildina þá hefur mig alltaf langað að fara á HM því það er starf þjálfara að vera þar sem besti fótboltinn er spilaður.“
,,Vonandi þá muniði sjá mig í Katar eftir þrjú ár.“