Það verður áhugavert að sjá hvernig Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands stillir upp byrjunarliði sínu gegn Moldóvu á laugardag. Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Sigurðsson eru allir fjarverandi. Um er að ræða mikilvægan leik í undankeppni EM.
Arnór varð að draga sig úr hópnum í dag, líklegt er að hann hefði tekið stöðu Jóhanns Berg á kantinum. Nokkrir kostir eru í stöðunni. Líkleg niðurstaða væri að færa Ara Frey Skúlason á kantin og setja Hörð Björgvin Magnússon í vinstri bakvörðinn.
Emil Hallfreðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru ekki líklegir til að byrja báða leiki liðsins, flestir telja að þeirra kraftar verða frekar nýttir frá byrjun á útivelli gegn Albaníu. Næsta þriðjudag.
Viðar Örn Kjartansson eða Jón Daði Böðvarsson munu því líklega leiða sóknarlínu liðsins, líklegra verður að teljast að Viðar fái traustið, í leik sem Ísland er sterkari aðilinn.
Verður byrjunarlið Íslands svona?
4-4-1-1
Hannes Þór Halldórsson
Hjörtur Hermannsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Hörður Björgvin Magnússon
Rúnar Már Sigurjónsson
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Ari Freyr Skúlason
Gylfi Þór Sigurðsson
Viðar Örn Kjartansson