Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, er besti markvörður sögunnar, að eigin sögn.
Szczesny hefur staðið sig nokkuð vel með Juventus en hann hefur einnig varið mark Arsenal og Roma.
Szczesny er á þeirri skoðun að hann sé mögulega sé besti í sögunni en varamarkvörður hans hjá Juve í dag er goðsögnin Gianluigi Buffon.
,,Ég sagði það nýlega að þegar ég var hjá Roma þá væri ég varamarkvörður fyrir besta markvörð heims, Alisson, sem er nú hjá Liverpool,“ sagði Szczesny.
,,Nú er varamarkvörður minn hjá Juvnetus einn sá besti í sögunni. Það þýðir örugglega að ég sé besti markvörður heims og í sögunni.“