Paul Scholes, fyrrum stjarna Manchester United hefur afskrifað sitt gamla félag í toppbaráttu næstu tvö árin.
Scholes telur að það taki tíma fyrir Ole Gunnar Solskjær að koma United aftur í fremstu röð, hann þurfi að losa sig við marga leikmenn.
Hann skammar einnig reynda leikmenn félagsins og frammistöðu þeirra í 1-1 jafntefli gegn Southampton um liðna helgi.
,,Þegar Matic kom við sögu, þá var hann alltaf að gefa boltann fra´sér. Ashley Young var líka í því, ég veit ekki hversu oft Pogba tapaði boltanum,“ sagði Scholes.
,,Þetta eru leikmennirnir sem þeir ungu eiga að horfa upp til, þetta eru fyrirmyndir.“
,,Þú verður að afskrifa United næstu tvö árin, Ole Gunnar Solskjær þarf að hreinsa út. Hann þarf fjóra eða fimm glugga til þess.“