Alexis Sanchez, leikmaður Inter Milan, hefur staðfest það að Romelu Lukaku hafi sannfært sig um að koma til félagsins.
Sanchez samdi við Inter í sumarglugganum en hann gerði lánssamning frá Manchester United.
Lukaku og Sanchez eru bestu vinir en sá fyrrnefndi var keyptur til ítalska liðsins í sumar.
,,Romelu er mjög góður leikmaður. Hann er vinur minn og við tölum saman á hverjum degi,“ sagði Sanchez.
,,Þið getið séð að hann er ánægður hjá Inter og vill vinna hluti. Hann sannfærði mig um að koma til félagsins.“
,,Liðið stendur saman og það er mikilvægt ef þú vilt vinna. Stuðningsmennirnir hafa ekki séð liðið vinna í mörg ár.“