Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að framlengja samning sinn hjá félaginu.
Rashford er 21 árs gamall í dag en hann fær nú 200 þúsund pund á viku hjá félaginu en hann gerði nýjan samning í júlí.
Sóknarmaðurinn er enn aðeins 21 árs gamall og segir að hann sé með skýr markmið fyrir komandi átök.
,,Fyrir mig þá hefur markmiðið alltaf verið að koma okkur á þann stað sem við eigum heima,“ sagði Rashford.
,,Þetta var ekki erfið ákvörðun fyrir mig. Við erum allir spenntir fyrir komandi tímum.“