Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, er stoltur af rifrildi sínu við Maurizio Sarri á síðustu leiktíð.
Kepa neitaði að fara af velli í leik gegn Manchester City í enska deildarbikarnum sem gerði þáverandi stjóra liðsins brjálaðan.
Kepa hefur nú tjáð sig um það sem átti sér stað og segir að um misskilning hafi verið að ræða.
,,Ég er stoltur af því sem gerðist. Ég upplifði góðan storm þessa helgi,“ sagði Kepa við Cadena SER.
,,Ég hef aldrei upplifað þetta áður. Hann hélt að ég væri meiddur og svo gerðist það sem gerðist.“
,,Ég bað alla afsökunar og Sarri útskýrði hvernig honum leið. Við vorum í sviðsljósinu þessa vikuna.“
,,Héðan í frá þá mun ég spyrja þjálfarann í hálfleik eða í framlengingunni.“