Shinji Okazaki hefur yfirgefið lið Malaga á Spáni eftir aðeins 34 daga hjá félaginu.
Þetta var staðfest í dag en Okazaki kom á frjálsri sölu frá Leicester City fyrr í sumar.
Malaga leikur í næst efstu deild á Spáni og því miður fyrir félagið á það ekki efni á leikmanninum.
Japaninn skrifaði undir eins árs samning við Malaga í ágúst en hann er nú farinn aðeins mánuði seinna.
Okazaki gerði vel með Leicester í nokkur ár og vann ensku úrvalsdeildina með félaginu.