Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur komið miðjumanninum Granit Xhaka til varnar.
Xhaka er ekki vinsæll hjá öllum stuðningsmönnum Arsenal og átti slakan leik gegn Arsenal á sunnudag.
Parlour hefur þó komið miðjumanninum til varnar og segir að hann sé betri en margir halda.
,,Xhaka er góður á boltanum, hann er ágætur. Hann getur sent 30 metra sendingar án vandræða,“ sagði Parlour.
,,Hann er mjög góður í því. Stundum passar hann inn og gerir auðveldu hlutina en um helgina átti hann ekki góðan leik.“
,,Ég er viss um að hann viti það sjálfur og þurfi að snúa því við. Hann er fyrirliðinn og má ekki láta þetta valda sér áhyggjum.“
,,Xhaka verður bara að róa sig stundum, hann verður að vera klárari sem leikmaður.“