Þeir Mario Mandzukic og Emre Can munu ekki spila með Juventus í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þetta var staðfest í dag en Juventus þurfti að velja þá 22 leikmenn til að nota í dag.
Aðalliðshópur liðsins er samanstendur af 26 leikmönnum og þurftu því sumir að sætta sig við ákvörðunina.
Fyrirliðinn Giorgio Chiellini er einnig utan hóps en hann verður frá keppni næstu sex mánuðina.
Mandzukic og Can eru báðir öflugir leikmenn en eru ekki númer eitt hjá Maurizio Sarri.