Lionel Messi, leikmaður Barcelona, neitar að skrifa undir nýjan samning við félagið samkvæmt spænskum miðlum.
Messi er mikilvægasti leikmaður Barcelona en hann hefur lengi verið talinn besti leikmaður heims.
Ástæðan er einföld en Messi bíður eftir því að félagið kaupi Neymar frá Paris Saint-Germain.
Neymar og Messi voru frábærir saman á Spáni á sínum tíma áður en sá fyrrnefndi elti peningana til Frakklands.
Neymar er nú að reyna að komast burt frá PSG en hann vill mikið semja við Barcelona þar sem hann segist eiga heima.
Börsungar eru þó ekki tilbúnir að borga 222 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er sú upphæð sem PSG borgaði fyrir tveimur árum.