Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins og AIK í Svíþjóð er að nálgast sitt besta form. Eftir erfið ár hefur Kolbeinn haldist heill síðustu mánuði, hann spilar í hverri viku og nálgast fyrri styrk.
Kolbeinn er mættur til landsins til að hjálpa íslenska liðinu að sækja sex sig gegn Moldóvu og Albaníu, í undankeppni EM. Liðið byrjar á laugardag, á Laugardalsvelli.
,,Ég er ánægður á hvaða stað ég er kominn, ég er að spila mikið af leikjum. Ég er að komast í betra og betra form, ég er á besta stað,“ sagði Kolbeinn í samtali við okkur í dag.
Kolbeinn var nánast frá knattspyrnu í þrjú ár, hann nálgast sitt gamla form.
,,Ég var ekki viss hvernig líkaminn myndi taka í það að spila á 3-4 daga fresti. Hann hefur höndlað það vel og það er frábært að það sé þannig, vonandi heldur það áfram. Ef ég næ því, þá kemst ég í það form sem ég vil vera í. Ég er mjög nálægt því.“
,,Ég finn að ég get gefið meiri orku í leikina, hlaupið meira. Það er stór bæting frá sumrinu, ég get ruslast aðeins meira.“
Viðtalið við Kolbein er í heild hér að neðan.