Hazard bræðurnir Eden og Thorgan hafa dregið sig úr belgíska landsliðshópnum – þetta var staðfest í kvöld.
Eden er leikmaður Real Madrid á Spáni og Thorgan spilar þá með Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Eden var óvænt valinn í hópinn af Roberto Martinez fyrir leiki í undankeppni EM.
Hann hefur ekkert spilað með Real Madrid vegna meiðsla á tímabilinu og kom ákvörðunin á óvart.
Nú er Hazard farinn heim til Spánar en bróðir hans er einnig meiddur og ekki leikfær.